03.03.1933
Neðri deild: 15. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (634)

26. mál, jarðrask við sjó í kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum

Pétur Ottesen:

Ég er hv. frsm. allshn. þakklátur fyrir það, að hann ætlar að taka þessar bendingar mínar til athugunar. Ég held, að það sé rétt hjá mér. eins og líka höfundur þessa frv., hæstv. atvmrh., staðfesti, að hver landeigandi í kauptúni eða sjávarþorpi verði í hverju tilfelli, sem hann þarf sjálfur eða vill leyfa öðrum að taka grjót, möl eða sand í landi sínu, að snúa sér beint til vitamálastjóra til að fá leyfi til þessa. Samkv. þessu hafa bæjarstjórnir og hreppsnefndir ekkert ákvörðunarvald. Hjá þessu verður ekki komizt, svo framarlega sem uppfylla verður ákvæði laganna.

Skal ég svo ekki fara frekar út í þetta, en þætti gott, ef n. vildi taka til athugunar, að það er hvorki hreppsnefnd eða bæjarstjórn, sem hefir úskurðarvald í þessum efnum.