15.03.1933
Neðri deild: 25. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

26. mál, jarðrask við sjó í kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum

Pétur Ottesen:

Ég get ekki verið að endurtaka frekar þær röksemdir, sem ég hefi haldið fram í þessu máli. Út af skránum vil ég aðeins benda hv. þm. Vestm. á það, og hefi ég reyndar bent honum á það áður, að því fer fjarri, að leyfisveitingarnar verði ríkissjóði að kostnaðarlausu samkv. frv. sjálfu, og verður engu að síður að gera eitthvað í líkingu við þessar skrár mínar a. m. k., þótt till. mín í þessu efni nái ekki fram að ganga. — Þá er það mesti misskilningur hjá hv. þm. Vestm., að áhyggjur mínar út af erfiði sveitarstj. séu roknar út í veður og vind, því að erfiðleikarnir hvíla á sveitarstj. eftir sem áður, ef frv. verður samþ.