03.04.1933
Efri deild: 41. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í B-deild Alþingistíðinda. (672)

32. mál, ullarmat

Jón Baldvinsson:

Það er aðeins fyrirspurn til hv. frsm. n. Í 2. brtt. á þskj. 305 er talað um reglugerðarákvæði, sem geti lagt bann við því, að „opinberar“ verzlanir kaupi ómetna ull eða taki hana í umboðssölu. Ég vil spyrja hann, hvernig hann skilgreini þetta, hvort það eigi aðallega við kaupfélög, eða hvort þetta eigi við alla þá, sem verzlunarleyfi hafa. bæði kaupmenn og kaupfélög.