17.03.1933
Efri deild: 27. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (739)

31. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Út af aths. hv. 2. landsk. viðvíkjandi iðnaðarsmjörlíkinu vil ég taka það fram, að ég tel rétt og sjálfsagt að taka það til athugunar, hvort smjörlíki, sem notað er til iðnaðar, skuli vera undanskilið, þó að allt annað smjörlíki yrði að blandast smjöri.

Viðvíkjandi brtt. á þskj. 175 vil ég minna á, að samskonar ákvæði er í norskum lögum, að allt smjörlíki, er til Noregs flyzt, skuli blandað norsku smjöri. Þá hefi ég og fengið upplýsingar um, að í hollenzkum lögum um þessi efni eru samskonar ákvæði og þetta. Ég tel því rétt, eins og hv. 1. landsk. benti á, að brtt. yrði orðuð á þann veg, að ráðh. gæti ákveðið, að allt smjörlíki, er til landsins flyzt, skyldi vera blandað ísl. smjöri.