10.04.1933
Efri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (981)

34. mál, fjárþröng hreppsfélaga

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það er rétt, að þessi l. koma til með að gilda um hvert sveitarfélag, sem kemst í þrot, en þar fyrir geta 1. ekki spillt lánstrausti sveitarfélaganna meðan þau eru ekki komin í þrot, frekar en löggjöfin um gjaldþrotaskipti spillir fyrir lánstrausti einstaklinga. Hér er líka um almenna löggjöf að ræða, en alls ekki neina sérlöggjöf. (JónÞ: Sýslufélögin eru þó undanskilin). Það er rétt, og þótt kaupstaðirnir hafi að sumu leyti svipaða aðstöðu og sýslufélögin, skil ég ekki, að það geti spillt fyrir lánstrausti þeirra né sveitarfélaganna, þótt slík löggjöf sé um þá sett. Hinsvegar get ég ekki séð neina ástæðu fyrir því, að önnur löggjöf eigi að gilda fyrir Akranes, ef það kemst í þrot, en fyrir Norðfjörð eða Seyðisfjörð, þar sem Akranes auk þess hefir miklu fleiri íbúa. Eini munurinn, sem hér er á, er sá, að annað heitir kauptún, en hitt kaupstaður.