28.11.1933
Neðri deild: 21. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í D-deild Alþingistíðinda. (1174)

40. mál, útrýming fjárkláðans

Frsm. (Jón Pálmason) [óyfirl.]:

Till. til þál. um útrýmingu fjárkláðans á þskj. 55 fer fram á, að útrýmingarböðun verði látin fara fram í nokkrum héruðum á landinu, þar sem fjárkláðans hefir orðið vart undanfarna vetur, og að öðru leyti sé látin fara fram rannsókn á því, hvaða baðlyf séu heppilegust til nota við þrifabaðanir og útrýmingarböðun. Landbn. telur að athuguðu máli ekki rétt eftir atvikum að samþ. till. óbreytta, en flytur í þess stað till. á þskj. 172, sem hv. þdm. hafa vafalaust kynnt sér. N. er sammála hv. flm. um, að það heri vott um ófyrirgefanlegt menningarleysi í þjóðfélaginu, ef fjárkláðinn er látinn þróast hér áfram.

Þess vegna telur hún nauðsyn á, að hafinn sé rækilegur undirbúningur til útrýmingar kláðanum. Og þann undirbúning vill hún láta gera áður en Alþingi ákveður, með hvaða hætti útrýmingin skuli fram fara.

Útrýmingarbaðanir hafa áður farið fram hér á landi og kostað mikið fé; en ég allt, að þær hafi verið gerðar á skökkum grundvelli og að þá hafi ekki verið til að dreifa þeirri þekkingu, sem þörf var á. Nú leggur landbn. til: 1) að rækileg rannsókn verði látin fara fram á yfirstandandi vetri um útbreiðslu fjárkláðans, á þann hatt, að stj. láti fram fara kláðaskoðun um allt land jafnframt fóðurbirgðaskoðun síðari hluta vetrar. 2) að stj. hlutist til um, að rannsóknarstofan í þágu atvinnuveganna rannsaki nákvæmlega, hvert baðefni sé hentugast og jafnframt öruggast til útrýmingar fjárkláðans. Ég ég vil taka það fram, að þá verður að velja það baðefni fyrir aðalbað, sem að öðru jöfnu reynist bezt í notkun eða meðferð. Ég vil í þessu sambandi minna á það, þegar tekin var upp, illu heilli, einkasala á baðlyfi. Það eru einhverjar þær verstu ráðstafanir, sem gerðar hafa verið í þessum efnum, af því að hið lögskipaða baðlyf reyndist svo ákaflega illa. Annars ætla ég ekki á þessu stigi málsins að ræða um reynslu manna á baðlyfjategundum eða um það, hvaða baðlyf séu bezt, því að n. ætlast til, að rannsókn verði látin skera úr um það.

Þá er það eitt enn, sem n. vill, að rannsóknarstofan verði látin athuga, en það er um lifnaðarhætti sóttkveikjunnar. Ég vil beina þeim orðum til hæstv. atvmrh., að því var á sínum tíma haldið fram, að kláðamaurinn gati ekki lifað í tómum fjárhúsum nema 8–14 daga. En reynslan virðist hafa sýnt, að þessi kenning er ekki rétt. Það hefir ákaflega mikla þýðingu, hvað rétt reynist í þessu efni. Ég hefi sterkan grun á því, að kláðamaurinn lifi í húsunum yfir sumartímann. N. vill, að það sé látin fara fram ýtarleg rannsókn á því, hvort svo sé, og frá sjónarmiði hennar er það eitt þýðingarmesta atriðið í málinu.

Það er ætlun landbn., að stj. leggi fyrir næsta þing niðurstöður þeirra rannsókna, sem ég nú hefi nefnt, og till. um, á hvern hátt hún vill haga útrýmingu fjárkláðans. Þetta útrýmingarmál hefir frá upphafi kostað mikið fé. En ég held, að ef nauðsynleg þekking fæst um þau atriði, sem talin eru í till. n., þá megi lækna fjárkláðann an þess miklu sé til kostað af opinberu fé. Ég skal ekki fara lengra út í þau efni nú, en vænti, að hv. þdm. samþ. brtt. landbn. og að þeir, sem kunna að eiga sæti á næsta þingi, leysi málið á heppilegan hátt. — Ég skal svo ekki fara fleiri orðum um þáltill., en vænti, að hv. þd. þurfi ekki langan tíma til að afgr. málið.