09.12.1933
Sameinað þing: 14. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í D-deild Alþingistíðinda. (1522)

84. mál, áfengismálið

Vilmundur Jónsson:

Ég verð að biðja hæstv. forseta um að veita mér leyfi til að segja fáein orð áður en atkvgr. hefst. Ég gerði þá kröfu undir umr. í nótt til hæstv. forseta, að þar sem svokölluð brtt. frá hv. 1. þm. Reykv. við dagskrártill. mína væri alls ekki stíluð sem brtt., þá væri mín till. borin upp fyrst, en hans till. síðar sem sjálfstæð dagskrártill. Nú vitnaðist það, að hv. 1. þm. Reykv. hafði laumazt til og gert breyt. á till. sinni eftir að henni hafði verið lýst. En þá var samþ. að slíta umr. aður en sú breyting hans var gerð þingheimi kunnug. Taldi ég að hún gæti þá ekki komið til atkvæða öðruvísi en í sinni upphaflegu mynd, og þá sem sjálfstæð till. Á þessu byggði ég kröfu mína. En hæstv. forseti leit svo á, að ekki væri búið að slita umr. með samþykktinni um að slita þeim, og væri því enn mögulegt að lýsa breyt., sem hann og gerði. Breytingin var sú, að skoða má, að nú sé brtt. hv. 1. þm. Reykv. orðin í því formi, að hún megi heita brtt. við till. mína. Tek ég því aftur kröfu mína til hæstv. forseta um, að till. hv. 1. þm. Reykv. verði borin upp sem sjálfstæð till. og sætti mig við, að hún verði borin upp sem brtt. við dagskrártill. mína.