27.11.1933
Efri deild: 20. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í D-deild Alþingistíðinda. (1760)

61. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Ég get tekið undir það, að það er hægt að taka með þakklæti á móti heimildum, ef fé reynist fyrir hendi. En ekki þætti mér ráðlegt að nota heimild til mikilla framkvæmda í sama stíl, nema reynslan í vetur sýni, að þær vonir rætist, sem við gerðum okkur í upphafi. Reynslan í fyrra vetur sýndi ekki þann arangur, sem vonazt var eftir. Aftur virtist reynslan í sumar vera góð, en veturinn er nú ekki liðinn nema að litlu leyti.