27.11.1933
Neðri deild: 20. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í D-deild Alþingistíðinda. (1959)

19. mál, kaup á húsi og lóð góðtemplara í Reykjavík og húsbyggingarstyrkur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hv. frsm. meiri hl. viðurkenndi þær ástæður, sem ég flutti gegn till., að þingið megi ekki samþ. ný útgjöld, nema það sjái um leið fyrir auknum tekjum á móti. Og ég þarf ekki að endurtaka það, að ég legg áherzlu á þessar ástæður. Hinsvegar gæti ég fallizt á þá miðlunartill. í málinu, sem hv. frsm. drap á, að útborganir til reglunnar fari ekki fram fyrr en í móti koma auknar tekjur í sambandi við breytta áfengislöggjöf. Ég vil því mælast þess við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá að þessu sinni, svo að þetta atriði geti komið til athugunar í fjvn. (Áköf mótmæli úr ýmsum áttum).