06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (237)

2. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Thor Thors):

Það var út af ummælum hæstv. forseta áðan, að ég vil geta þess, að við sjálfst.menn á stjskrn. gerum það ekki að ágreiningsmáli, þótt fundinum verði frestað um nokkrar klukkustundir. Við erum undir það búnir að mæta í kvöld, t. d. kl. 11 eða jafnvel á miðnætti. Ég býst við, að hv. þm. G.-K. sé það karlmenni, að hann geti mætt hér, þótt seint sé orðið, og skil ekki í, að ungum manni eins og hv. 1. þm. S.-M. verði þá mikið fyrir því, ef hann býr sig vel og gætir allrar varúðar á leiðinni.