18.11.1933
Neðri deild: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

20. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Norðurlandi

Jakob Möller:

Ég get sagt hv. þm. Snæf. það, að ef síldarbræðslustöðin verður reist vestan Húnaflóa, þá er hún á Vesturlandi, en ekki á Norðurlandi. Í frv. er talað um síldarbræðslustöð á Norðurlandi, svo að ekki koma til tals hafnir vestan megin á Húnaflóa. Ég held því fram, að Strandasýslan sé ekki á Norðurlandi. Hv. þm. Snæf. er kominn út á sjó, þegar hann er að tala um Strandir í sambandi við siglingar, en frumvarpið talar um Norðurland, en ekki „Norðursjó“!

Það hefir slæðzt óvart inn í höfuðið á hv. þm. Barð., að fram ætti að fara atkvgr. meðal bænda um það, hvar síldarbræðslustöðin ætti að standa, en á slíkri meinloku hefir víst hv. þm. Barð. einkarétt. Það hefir víst enginn látið sér detta í hug nema hann.