10.10.1934
Neðri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (1087)

26. mál, vinnumiðlun

Héðinn Valdimarsson:

Það var ekki ljóst fyrir mér, þegar ég heyrði ræðu hv. 1. þm. Reykv. - (Forseti: 3. þm. Reykv.). Nú, hann er þá hrapaður niður í það -, hvað hann meinti, þegar hann var að tala um, hve óvinsælt það hafi verið, þegar ég sem formaður Dagsbrúnar hafi tekið upp vinnumiðlun hér í bænum og bannað mönnum að vinna, sem vildu vinna. Ég hefi fengið skýringu á þessu hjá honum, þá skýringu, að ég hafi framfylgt l. félagsins um það, að félagsmenn skuli ekki vinna með utanfélagsmönnum. Þetta eru 1. félagsins og þeim hefi ég framfylgt. Hv. þm. er gramur út í það, að ég skuli ekki hafa svikizt um mitt starf sem formaður Dagsbrúnar, eins og hann um sitt, sem embættismaður ríkisins.