09.10.1934
Efri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1432 í B-deild Alþingistíðinda. (1127)

7. mál, gengisviðauki

Magnús Jónsson:

Ég vil leyfa mér að gera stutta fyrirspurn, til þess að fá upplýsingar hjá hæstv. fjmrh. um það, hvers vegna á endilega að fella niður gengisviðauka, þegar um kaffi og sykur er að ræða. Að vísu minntist hæstv. fjmrh. á það, að þetta væru miklar nauðsynjavörur. Mér er ekki kunnugt um, að þær séu meiri nauðsynjavörur en margar aðrar vörur, sem bera háan skatt. Ríkissjóður þarf peninga. Það er vitanlegt. En þá verður að taka með einhverju öðru móti. Það er ekki ástæða til þess að hlífa kaffi og sykri fyrir tollaálagningu frekar en t. d. fæði og fatnaði.