06.11.1934
Efri deild: 31. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 966 í B-deild Alþingistíðinda. (1235)

26. mál, vinnumiðlun

Magnús Guðmundsson:

Það var óþarfi fyrir hæstv. forseta að taka þetta fram. Ég var ekki að ámæla forseta, þó hann væri veikur. Ég veit, að hann er búinn að vera veikur í nokkra daga. En þegar ég talaði áðan, þá voru ekki inni af stjórnarflokkunum nema 2. varaforseti og skrifari d. Ég veit ekki, hversu lengi ég kæri mig um að sitja hér á fundum, úr því að stjórnarflokkarnir bregðast skyldu sinni um að vera við umræður.