11.10.1934
Efri deild: 8. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1680 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

48. mál, löggilding verslunarstaða

Flm. (Ingvar Pálmason):

Í raun og veru er allt það tekið fram í hinni stuttu grg., er fylgir þessu frv., sem þörf er á að segja við þessa umr. Þó skal ég bæta því við, að á þessum stað var um eitt skeið hvalveiðistöð, eftir aldamótin og nokkru síðar, og eftir að hvalveiðistöðin var lögð niður, var rekin þar verzlun. Tek ég þetta fram til að sýna, að þarna er sæmilega gott með afgreiðslu skipa. — Að öðru leyti ætla ég ekki að fjölyrða um þetta mál. Það hefir jafnan verið regla að láta mál sem þetta ganga fram án hindrana. Ég óska, að frv. verði vísað til 2. umr. og allshn.