27.10.1934
Efri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (2312)

44. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Jón Baldvinsson:

Mér skilst eiginlega, að það muni enga þýðingu hafa að leita umsagnar bæjarstjórnar Ísafjarðar um þetta frv., þar sem svo sérstaklega stendur á, að þessi bæjarstj. er nú sem stendur óstarfhæf. Af því stafa þau vandræði, sem þetta frv. á að bæta úr. En vegna þess, að bæjarstj. mun ekki geta komið sér saman um neitt álit á málinu, er þýðingarlaust að leita eftir því.