02.10.1934
Sameinað þing: 1. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (31)

Kosning til efrideildar

Héðinn Valdimarsson:

Ég vil leyfa mér að spyrjast fyrir um það, hvort annarhvor þessara lista eða báðir séu bornir fram af Bændaflokknum, eða aðeins einstökum mönnum. Það er vitanlegt, að samkv. hinni nýju stjskr. fara slíkar kosningar sem þessar eftir flokkum, og nýtur Bændaflokkurinn því þeirra réttinda eins og aðrir flokkar, að það eru þeir, sem ráða, en ekki kjördæmin. Mér finnst því, að hann geti ekki brugðizt þeirri þinglegu skyldu sinni að bera fram lista við þessa kosningu til Ed., þar sem hann hefir mátt til þess að koma manni upp í deildina. Ég vænti því, að þessari fyrirspurn minni verði svarað skýrt og afdráttarlaust.