14.11.1934
Efri deild: 38. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2326 í B-deild Alþingistíðinda. (3219)

49. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Magnús Guðmundsson:

Ég hefi ekki ástæðu til að vera sérstaklega óánægður með till. hv. samgmn., þar sem hún hefir fallizt á helming brtt. minna. En mér finnst dálítið undarlegt, að hún skuli hafa tekið upp línuna frá Sauðárkróki um Reykjaströnd að Reykjum, en ekki línuna frá Reynistað um Sæmundarhlíð að Sólheimum, sem mjög líkt virðist ástatt um. Sama er að segja um línuna að Barði í Fljótum. Hún á eins mikinn rétt á sér og línur þær, sem teknar hafa verið upp, og verður því áreiðanlega tekin upp áður en langt um líður. Annars er ástæðulaust að berjast á móti því, að línur séu teknar upp í símalögin, því að með því er aðeins sagt, að þær eigi að leggja þegar fé er veitt til þeirra í fjárl. Það segir aðeins til um óskir héraðsbúa, sem gott er að komi fram. — Að því er snertir línurnar undir a- og c-lið brtt. minnar á þskj. 375, þá liggja fyrir till. í fjvn. um að veita fé til þeirra, jafnvel þó að ekki sé búið að taka þær upp í símalögin; svo mjög eru þær aðkallandi, og ég held, að eins sé ástatt um hinar tvær hvað nauðsyn þeirra líður.