10.12.1934
Efri deild: 57. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (3336)

77. mál, áfengislög

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég vildi aðeins víkja nokkuð að efni 24. gr. Þar er svo ákveðið, að skipuð skuli áfengisvarnarnefnd í hverjum hreppi á landinu. Nú eru um 200 hreppar á landinu, svo að nefndirnar yrðu eftir því á þriðja hundrað. Ég held, að með þessum fjölda verði n. kraftminni og nm. finni síður til þeirrar skyldu, sem á þeim hvílir. Ég flyt því hér skrifl. brtt. þess efnis, að ein n. skuli vera skipuð í hverju sýslufélagi, en jafnframt sé nm. fjölgað upp í 5 úr 3, og séu kosnir af sýslunefnd hlutbundinni kosningu. Ég held, að þessar nefndir nægi fullkomlega til eftirlits, ef þessir menn eru nokkuð dreifðir um héraðið.