06.12.1934
Neðri deild: 52. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2372 í B-deild Alþingistíðinda. (3625)

150. mál, fiskimálanefnd

Jónas Guðmundsson:

Ég á eina litla brtt. á þskj. 669, sem ég get verið stuttorður um. Hún fer fram á, að fiskimálan. geti veitt undanþágu fyrir smásendingar af verkuðum saltfiski til annara landa en aðalmarkaðslandanna. Þetta er atriði, sem fisksölusamlagið hefir ekki haft neitt við að athuga, en því er ætlað að greiða fyrir smærri verzlunum og atvinnurekendum, sem hafa viðskipti við England eða Norðurlönd. Þetta getur ekki skaðað á nokkurn hátt. Það léttir á aðalmarkaðinum og getur í ýmsum tilfellum greitt fyrir smáviðskiptum við nágrannalöndin. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta. Ég sé, að hv. þm. Vestm. hefir tekið þetta ákvæði upp í sínar brtt., og mun hann því líka líta svo á, að það sé nauðsynlegt að fá þetta ákveði í frv.