20.12.1934
Sameinað þing: 26. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

1. mál, fjárlög 1935

Frsm. meiri hl. (Jónas Guðmundsson):

Mér þykir hlýða að minnast á þær till., sem meiri hl. fjvn. hefir borið fram síðan hann bar fram aðaltill. sínar á þskj. 784.

Ég vil þá fyrst geta þess, að á þskj. 784 er till. um 2500 kr. styrk til íþróttahúss Knattspyrnufél. Rvíkur. Þennan lið ætlar n. að taka aftur, og er það gert hér með, því að á öðru þskj. hefir n. borið fram aðra till. viðvíkjandi þessu íþróttahúsi, þar sem upphæðin er önnur og aths. við liðinn er einnig önnur.

Ég hefði gjarnan viljað minnast svolítið á skiptingu vitafjárins, sem getið er um á þskj. 793, en þar sem hv. frsm. minni hl., sem sérstaklega fór inn á þennan lið, er ekki viðstaddur, þá sé ég ekki ástæðu til að ræða um það. En aðalatriðið í þessu er það, að fjvn. vill, að gerð sé tilraun til þess að fá hér á landi 1—2 miðunarstöðvar, til þess að hér við land fáist reynsla á þessum leiðbeiningartækjum sjómanna. Margir þeir, sem hafa reynt þessi tæki erlendis, hafa vakið máls á því, hvort ekki væri rétt að reisa miðunarstöð við Faxaflóa eða í Vestmannaeyjum, þar sem þörfin fyrir leiðbeiningar sýnist vera mest. Þessi tilraun vill meiri hl. fjvn. endilega að sé gerð, og við það eru till. hennar miðaðar.

Ég skal ekki víkja að verulegu leyti að till. einstakra þm. á þskj. 815. Meiri hl. n. hefir ekki tekið sérstaka afstöðu til þeirra fremur en annara till., sem einstakir þm. bera fram. Ég vil þó segja það um 1. till. frá hv. þm. Rang., um styrk til Finnboga Sveinssonar og Sæunnar Guðmundsdóttur frá Velli vegna sonar þeirra, sem er fáviti, að meiri hl. fjvn. hefir talað um þetta mál við hæstv. atvmrh., að veittur yrði í þessu skyni styrkur af því fé, sem ætlað er í fjárl. til þessara hluta. Það væri því rétt að taka þessa till. aftur.

Þá vill meiri hl. n. undirstrika till. frá samgmn. á þessu sama þskj., nr. 14, en tekur aftur sína till. um sama efni viðvíkjandi þessum sama lið, um flóabátaferðir, því að með till. samgmn. fylgir aths., sem nauðsynlegt er að sé með, til þess að nógu glöggar upplýsingar og skýrslur fáist frá þeim bátum, sem njóta eiga styrksins.

Þá vil ég einnig minnast á 31. till., frá hv. þm. V.-Ísf., um utanfararstyrk barnakennara, að binda ekki styrkinn ákveðið við 200 kr. á mann. N. mælir með þessari till. og væntir þess, að hún verði samþ.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um brtt. einstakra þm., en svo hefir meiri hl. n. borið fram brtt. á þskj. 894, 904, 912 og 928, og eru sumar viðbótartill. við þær till., sem n. hefir flutt áður. Um 6 fyrstu till. á þskj. 894 er það að segja, að þær eru um að bæta inn í frv. þeim tekjum, sem gert er ráð fyrir í einstökum lagafrv., sem samþ. hafa verið nú nýlega. 3. liðurinn í þessari till. er um að lækka útflutningsgjald um 150000 kr., og er það gert samkv. breyt. á 1. um útflutningsgjald, þar sem síldartollurinn hefir verið færður niður og fellt niður útflutningsgjald af landbúnaðarafurðum.

7. till. er hliðstæð þeim till., sem n. hefir áður flutt um að veita nokkurt fé til að styrkja t. d. gamla barnakennara og sjúklinga, sem eru vandalausir. Vill n. heldur fylgja þeirri reglu, að nokkurt fé sé veitt til slíks í fjárl., og viðkomandi stofnunum sé falið að úthluta því til þeirra, sem mesta hafa þörfina, heldur en að taka upp fjárveitingar til einstakra manna, eftir því sem þeir eiga formælendur.

Þá er 8. brtt., um 27000 kr. lækkun á framlagi til malbikunar á vegum í kaupstöðum og verzlunarstöðum landsins. Ég geri ekki ráð fyrir, að þurfi að skýra þessa till. frekar fyrir þeim, sem hlýddu á umr. um bráðabirgðabreyt. nokkurra l. í Nd., þar sem skýrt var frá því. hvernig þessu atriði væri fyrir komið, sem sé, að kaupstaðir og kauptún, sem ekki gætu framkvæmt malbikun á þessu ári, fengju ekki þetta fé, heldur væri það lagt til almennra þjóðvega.

Þá er 9. brtt. við 13. gr. Þar leggur n. til, að framlag til bryggjugerða og lendingarbóta verði hækkað um 4000 kr., svo að 8000 kr. geti komið þar til ráðstöfunar á þeim lið og látin fylgja sú „klausa“, að sú upphæð skuli ganga til sjóvarnargarðs á Eyrarbakka.

Ég þarf svo ekki að fara fleiri orðum um brtt. á þskj. 894. Þær till., sem eftir eru, mun hv. frsm. síðari hluta mæla fyrir.

Þá eru nokkrar till. á þskj. 904 við 3. gr. fjárlfrv., og eru það allt lækkunartill., sem nema samtals 35000. Að brtt. á þskj. 912 þarf ég ekki að víkja, og eiginlega ekki heldur á þskj. 928, að öðru leyti en því, að ég minntist áðan á framlagið til íþróttahúss Knattspyrnufél. Rvíkur, og væntir n. þess, að þessi till. á þskj. 928 verði samþ., en hinar tvær till. eru teknar aftur.

Ég sé ekki ástæðu til að minnast á þau ræðuhöld, sem fram hafa farið um einstakar brtt. Ég skoða það ekki mína skyldu að mæla gegn till. þm. Það er þingsins að skera úr um þær. Ég vil aðeins bæta því við, að ég vænti þess, að Alþingi hafi það í huga, þegar fjárl. eru afgr., hversu mikil nauðsyn er á því, að þau verði afgr. tekjuhallalaus.