18.12.1934
Efri deild: 64. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2803 í B-deild Alþingistíðinda. (3941)

66. mál, fólksflutningar með fólksbifreiðum

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl.]:

Ég hefi ekki getað fylgzt með umr. hér í hv. d. í þessu máli, en út af brtt. þeim, sem fyrir liggja frá hv. þm. Eyf., skal ég taka fram, að mér er ljúft að fallast á þá brtt., sem síðar hefir komið fram á þskj. 886. Hún nær því að öllu leyti, sem meint er með brtt. 811,l, en sú brtt. undanþiggur þessar bifreiðar frá öllum ákvæðum frv., m. a. líka ákvæðunum um öryggi, þó þær flytji fólk. (MG: Bifreiðalögin gilda þó fyrir þær líka). Bifreiðalögin gilda fyrir þær, segir hv. þm., og mun hann eiga þar við ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar frá 1928, en þá er óþarfi að taka það fram, og er mjög óviðkunnanlegt, að ákvæði þessa frv. um þetta atriði gildi fyrir sumar bifreiðar, sem flytja fólk, en ekki allar. Ég er þess vegna ákveðinn í því að taka brtt. þessara hv. þm., þá er síðar kom fram, fram yfir brtt. þeirra á þskj. 811.