20.12.1934
Neðri deild: 65. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (4238)

157. mál, lýðskóli með skylduvinnu nemenda

Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég hefi flutt brtt. við rökst. dagskrá hv. menntmn., svo hljóðandi:

„Orðin „fyrir næsta þing“ í dagskrártill. falli niður.“ — Ég geri ráð fyrir því, að mál þetta þurfi mikillar athugunar, og því sé ekki rétt að binda ríkisstj. við að hafa það fullbúið fyrir næsta þing. Ég legg því til, að sú takmörkun falli niður, svo að víst sé, að stj. geti haft nægan tíma til athugunar málsins og undirbúnings.