20.12.1934
Neðri deild: 65. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í C-deild Alþingistíðinda. (4248)

157. mál, lýðskóli með skylduvinnu nemenda

1) PO:

Mig langaði til þess að fá skýrt fram afstöðu þm. til þessa máls, með tilliti til frv. þess, sem hér liggur fyrir um samkomudag Alþingis. Það hefir m. a. verið borið fram sem ástæða fyrir því, að færa samkomudaginn aftur fyrir 15. febr., að sá tími væri allt of stuttur til undirbúnings þingmála fyrir stj. Nú vildi ég gjarnan fá að vita, hvernig þm. líta á þetta; hvort þeir álíta, að búið sé að hlaða nógu á stj. eða ekki, því ég býst ekki við, að þm. ætlist til, að færa þurfi samkomudag Alþingis vegna þessa frv. Það er því gaman að heyra álit þm. um þetta áður en ákveðinn er samkomudagur Alþingis. Ég mun greiða atkv. á móti brtt. og vitanlega móti dagskránni líka, því ég tel, að stj. hafi nóg á sinni könnu.