22.10.1934
Efri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í C-deild Alþingistíðinda. (4804)

35. mál, Kreppulánasjóður

Jón Auðunn Jónsson:

Það er auðheyrt, að hv. 4. þm. Reykv. er ókunnugur aðstöðunni á Hesteyri, fyrst hann heldur, að hægt sé að vigta síldina á einum stað án þess það valdi töf. Þarna er það svo, að landa þarf á fjórum stöðum, og aka síldinni á fjórum stöðum í þróna. Þar þarf því fjórar vogir, því vegna landslagsins er ómögulegt að komast með alla síldina á sama stað að þrónni.