30.11.1934
Efri deild: 51. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í C-deild Alþingistíðinda. (4946)

154. mál, hafnarlög fyrir Siglufjarðarkaupstað

Þorsteinn Briem:

Ég skal ekki tefja umr. mjög. Það eina, sem ég hefi verulega að athuga við síðasta málsl. 3. gr., er það. hve hann er óákveðinn. Má eftir honum ganga nær ótakmarkað á landið, taka afnotarétt og leggja á það eignakvaðir. Hér er verið að ganga á sérstakan sjóð, og er ekki víst, að það verði honum til gróða. Það er óviðeigandi, þar sem kirkjujarðasjóður hefir tekið á sig allar kvaðir í þessu efni, en ekkert fengið í aðra hönd.

Viðvíkjandi seinni brtt. get ég þess, að það má vera, að hafnargjöldum á Siglufirði sé nú svo háttað, að þetta komi ekki að sök, þegar um neyzluvörur er að ræða, en ég vil, að þetta ákvæði brtt. minnar sé þó sett sem fordæmi. Auk þess veit ég enga tryggingu fyrir því, að ástand það, sem nú er, haldist framvegis.