22.12.1934
Neðri deild: 67. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í C-deild Alþingistíðinda. (5003)

171. mál, samkomudagur Alþingis árið 1935

Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Það varð ekki samkomulag um annað í n. en það, að æskilegt væri að hafa samkomudaginn ekki 15. febrúar, en nm. hafa óbundnar hendur um till. Hefi ég ekki sem frsm. meira að segja um frv., annað en það, að verði ekki í dag samþ. l. um samkomudaginn, verður hann að vera á venjulegum tíma í febrúarmánuði. Nú eru rétt möguleikar á því, að samkomulag gæti fengizt ennþá milli flokka á þingi, og vildi ég því mælast til, að menn tækju brtt. sínar aftur til 3. umr., létu frv. ganga áfram en leituðu þess milli funda, hvaða samkomulagi sé hægt að ná.