19.12.1934
Efri deild: 65. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í D-deild Alþingistíðinda. (5114)

182. mál, tóbaksnautn

Bernharð Stefánsson:

Þessi þáltill. er svo til komin, sem kunnugt er, að fram kom við áfengislagafrv. brtt. sama efnis. Nefndinni, sem hafði það frv. til meðferðar, þótti slíkt ekki eiga við í þeim lögum. Ég lýsti hinsvegar yfir því, að ég teldi sjálfsagt, að fræðslu um skaðsemi tóbaks væri komið á í skólum og bauðst til þess að flytja sérstaka till. um þetta með flm. brtt., ef hún væri tekin aftur. Ég held, að aðalflm. þessarar till. hafi þá flutt nægileg rök fyrir efnishlið málsins og hefi því engu við þau að bæta, og má auk þess vísa til grg. till. Við flm. leggjum áherzlu á það, að till. verði samþ.