30.10.1934
Neðri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (774)

27. mál, sláturfjárafurðir

Forsrh. (Hermann Jónasson) [óyfirl]:

Röksemdafærsla hv. þm. G.-K. var þess eðlis, að ekki er þörf á löngu svari. Hann var óvenjulega æstur, en ég get ekki að því gert, þó að honum sviði, þegar sýnt var fram á, að hann hefði farið með rangt mál í sambandi við mjólkurlögin. Um hitt atriðið, að ekki hafi verið gerð nein rannsókn eða undirbúningur áður en þessi lög voru sett, vil ég segja það, að ½ ári áður en lögin voru selt hafði ráðuneytið skipað n. einmitt til þess að rannsaka og undirbúa málið. Auk þess hafði S. Í. S. látið nefnd vinna að málinu í heilt ár og haldið sérstakan fulltrúafund um málið. Á skýrslum og tillögum þessara n. eru svo lögin byggð. Það virðist líka benda á, að lögin séu sæmileg, að nú virðist vera hafið kapphlaup um að sanna, hverjum beri heiðurinn af að eiga frumkvæði að þeim. Að því ætla ég ekki að eyða mörgum orðum.