17.10.1934
Neðri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 805 í B-deild Alþingistíðinda. (989)

22. mál, verkamannabústaðir

Thor Thors:

Hv. 2. þm. Reykv. gekk illa að skilja það, að við sjálfstæðismenn kynnum að ganga inn á brtt. við 3. umr., sem gengi út á það að vernda tilverurétt þeirra byggingarfélaga, sem nú þegar eru stofnuð. Þetta er samkomulagstill., og ef till. okkar hv. 8. landsk. verða felldar, teldi ég sjálfsagt að ganga að henni til þess að forða þeim félögum, sem þegar eru til, frá tjóni. Ég tel mig ekki þurfa að svara hv. síðasta ræðumanni, enda er hv. þm. A.-Húnv. fyllilega fær um að gera grein fyrir meiningu sinni og atkv. En viðvíkjandi því, sem hv. 9. landsk. sagði um það, að tilgangur frv. væri sá, að sem flestir gætu notið hlunninda þessara l., vil ég benda þessum hv. þm. á, að þessum tilgangi verður einmitt bezt náð með till. okkar hv. 8. landsk.