15.11.1935
Neðri deild: 74. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2416 í B-deild Alþingistíðinda. (109)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Ég hefi nokkrum sinnum látið það í ljós við lík tækifæri og þetta, að n. ber að afgreiða á einhvern hitt þau mál, sem til þeirra er vísað, að því leyti sem þær frekast komast yfir, enda þótt þær kunni að vera þeim mótfallnar. Það er á allan hátt þinglegra, og flm. einstakra mála eiga rétt á því, að frv. þeirra fái formlega afgreiðslu í þinginu, en sé ekki stungið undir stól í n. Ég mun beina því til n. deildarinnar, að þær afgreiði nú til d. þau mál, sem mjög lengi hafa verið hjá þeim. Skal ég í því sambandi íhuga ósk hv. þm. V.-Sk.