26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2419 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

Afgreiðsla þingmála

Sigurður Kristjánsson:

Ég ætla nú ekki að lengja umr. um þetta mál, en ég verð að segja það, að mér finnst það alls ekki forsvaranlegt, að en skuli ekki bóla á máli frá hv. landbn. sem lagt var fyrir hana fyrir löngu síðan. Þar var gott að heyra hv. þm. lýsa yfir því, að í gær hefði n. afgr. mál, sem kom miklu seinna til hennar heldur en mitt mál. - Ég vil svo að lokum undirstrika það, sem ég hefi sagt, að n. eiga alls ekki á neinn hátt að gera málum misjafnlega hátt undir höfði; þær eiga, eins og hæstv. forseti sagði, að afgreiða málin og láta þingið svo skera úr því, hvort þau skuli standa eða falla. Ég vil svo vænta þess, að ég þurfi ekki að bíða lengi eftir afgreiðslu þessa máls frá hv. n.