25.03.1935
Efri deild: 34. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1112 í B-deild Alþingistíðinda. (1600)

106. mál, eftirlit með skipum

Ingvar Pálmason:

F. h. sjútvn. þarf ég ekki að segja margt um þetta frv. Ég get látið nægja að vísa til grg., sem fylgir frv., og til þeirrar ræðu, sem hæstv. atvmrh. flutti hér við 1. umr. þessa máls. Sjútvn. hefir flutt þetta mál, eins og frv. ber með sér, skv. beiðni hæstv. atvmrh. og er gerð grein fyrir ástæðunum til þess í grg. frv. En ég vildi aðeins taka það fram við þessa umr., að n. lítur þannig á, að ákvæði 5. gr. frv., þar sem ákvæðið er, hverjir bátar skuli vera skoðunarskyldir, nái ekki til báta, sem notaðir eru aðeins til heimilisþarfa, þó um fólksflutninga geti verið að ræða mjög stutta leið. Þetta ákvæði bárum við líka undir aðalhöfund frv., skipaskoðunarstjórann, og hann taldi líka, eins og við, að bátar, sem notaðir væru til heimilisþarfa, væru undanþegnir. Það eru til nokkrar tegundir af þessum bátum, sem mætti máske hugsazt, að ákvæði 5. gr. næði til, en ef réttilega er athugaður sá skilningur, sem semjandi frv. hefir haft fyrir augum, þá er auðséð, að þessir bátar verða undanþegnir, bæði bátar til flutninga milli lands og eyja og milli skipa og lands, o. s. frv. — Þessa skýringu vildi ég láta fylgja frv. frá n. nú við þessa umr.