05.11.1935
Efri deild: 61. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (1643)

119. mál, kjötmat o.fl.

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Það er alls ekki rétt, að ég hafi sagt, að það ætti að fá nýja menn í þetta starf. Það getur verið, að það verði skipt um menn á sumum stöðum. En það, sem ég sagði, var að þeir ættu að hafa betri menntun en nú, og það er alls ekkert því til fyrirstöðu, að það verði hægt að veita sumum af þeim, sem nú eru, betri menntun.