08.11.1935
Efri deild: 64. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1130 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

111. mál, gelding húsdýra

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Frv. þetta um gelding húsdýra var borið fram í Nd. af meiri hl. landbn. Fyrst var eitthvert ósamkomulag um málið, en síðar við umr. samdist um það, og mætti heita, að allir yrðu sammála. Landbn. þessarar d. hefir haft málið til athugunar og leggur til, að ráð verði samþ., og eru allir sammála. Frv. er í rauninni einfalt, fáar greinar, svo að ekki er ástæða til að skýra það nánar, þar eru aðeins lagðar línurnar, hvernig fara skuli að við gelding húsdýra. Þarna eru að vísu ákvæði, sem fyrirskipa, hvernig eigi að deyfa eða staðdeyfa, en sérfræðingarnir, sem störfuðu með n. féllust á þau, og við urðum þeim sammála.