26.03.1935
Neðri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í B-deild Alþingistíðinda. (1721)

95. mál, gagnfræðaskóli

Pétur Halldórsson:

Herra forseti! Mér þykir slæmt, ef þetta frv. verður afgr. hér við 3. umr. án þess að hv. flm.brtt. á þskj. 239 geti verið viðstaddur. Mér er kunnugt um, að hann ætlaði að taka til máls um hana hér í þd. fyrir þremur dögum síðan, er málið var hér til umr., en þá var ekki búið að útbýta brtt. Nú er hann veikur og getur ekki tekið þátt í afgreiðslu þessa máls í dag. Ég vildi því spyrja hæstv. forseta, hvort hann getur ekki tekið tillit til þess og frestað umr. þar til flm. brtt. getur verið hér viðstaddur, þar sem ekki mun vera knýjandi nauðsyn á afgreiðslu málsins.