25.11.1935
Efri deild: 78. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (1996)

169. mál, tolllög

Frsm. (Bernharð Stefánsson) [óyfirl.]:

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál. Fjhn. hefir athugað frv. og hefir lagt til, að það verði samþ. óbreytt.

Ástæður fyrir þessu máli eru greinilega teknar fram í þeirri grg., sem frv. fylgir. Hér virðist ekki vera að ræða um neina breyt. á tolli þeim, sem lagður er á vindlinga, heldur aðeins nokkra breyt. á því, hvernig hann er innheimtur. Hér er sem sé um þá breyt. að ræða, að tolla ekki umbúðirnar um vindlingana, en hækka tollinn af þeim sjálfum, en þær tekjur, sem af vindlingatollinum eiga að koma samkv. þessu frv., eiga samkv. útreikningi að vera þær sömu og áður hefir verið, svo að um raunverulega breyt. er ekki að ræða.

Ég sé, að hér er fram komin brtt. frá meðnm. mínum í fjhn., hv. 1. þm. Reykv., um að breyta lítið eitt upphæð tollsins. Það er líklegt, að hann hafi farið að reikna þetta út og álíti nú, að þessi upphæð komist nær því að verða eins og tollurinn er nú, en ég bið með að tala um þá till., þangað til hann hefir gert grein fyrir henni.