06.12.1935
Neðri deild: 92. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1626 í B-deild Alþingistíðinda. (2582)

131. mál, alþýðutryggingar

Gísli Sveinsson:

Með því að ég tók upp á því fyrstur að biðja hæstv. forseta að láta ganga til atkv. um þennan kafla, þá vil ég benda hæstv. forseta á, að hann getur ekki skorazt undan því samkv. Þingsköpum að láta greiða atkv. um kaflann, enda þótt það sé venja að skoða kaflaskipti samþ. án atkvgr.

Í öðru lagi er mikil ástæða til þess þrátt fyrir þá atkvgr., sem fram hefir farið um, hvort kaflinn ætti að falla eins og hann þá var. Nú er kaflinn orðinn allt öðruvísi en hann þá var, og þó að menn hafi viljað vera með einstökum brtt., þá er ekki með því sagt, að þeir séu með kaflanum í heild. Kaflinn getur ekki orðið svona í lögunum, þess vegna er það sjálfsagt og beinlínis skylda hæstv. forseta að bera kaflann undir atkv.