05.12.1935
Efri deild: 87. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (2811)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég ætla ekki að fara að elta ólar við stóryrði hv. þm. N.-Ísf., því að þau hafa þegar ill verið rekin ofan í hann. Hann segir, að það sé tóm blekking, að þessi toll- og skattauki fari til atvinnuveganna, af því að fjvn. hafi gert ráð fyrir öllum útgjöldum til þeirra. En ég hefi einmitt tekið fram áður og marglýst yfir því, að ég teldi, að hinn gamli tekjuskattur og verðtollur væru áætlaðir of hátt hjá fjvn., og því þyrfti þessa viðbót, ef áætlunin ætti að standast. Ég vísa því ósannindum hv. þm. N.-Ísf. algerlega á bug. Skattaukinn er byggður á því, að hann renni til þeirra framkvæmda, sem greindar eru í grg., en eldri skattar beri uppi önnur útgjöld.