21.11.1935
Efri deild: 75. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2013 í B-deild Alþingistíðinda. (2930)

32. mál, loftskeytastöðvar í skipum

Frsm. minni hl. (Jón Auðunn Jónsson) [óyfirl.]:

Ég þarf ekki að gera mikla grein fyrir brtt. á þskj. 484 og 559, því málið hefir verið svo mikið rætt, að hv. þdm. er það vel kunnugt frá fyrri umr. Sem sé gerir mín till. ráð fyrir, að atvmrh. sé veitt heimild til þess að fyrirskipa, að notaðar séu talstöðvar eða loftskeytastöðvar eftir því, sem við á eftir stærð skipa o. fl. Nú er það svo, að hafður er vörður hér við loft skeytastöðina í Reykjavík til þess að hlusta eftir skeytum. Og þó að hann sé nú ekki allan sólarhringinn, nemur það tiltölulega litlu, þó hlustvörður væri hafður allan tímann. Það væri a. m. k. ódýrara en loft skeytastöðvar, enda nauðsynlegt, að vörður sé allan sólarhringinn, svo skip, sem mörg hafa nú þegar talstöðvar, hafi fullt gagn af þeim. Aðalskipamergðin er í fiskiflotanum, og þörfin því meiri þar en á þessum fáu flutningaskipum, sem í förum eru.