26.03.1935
Neðri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í C-deild Alþingistíðinda. (3538)

55. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson) [óyfirl.]:

N. hefir klofnað um þetta mál að því leyti, að meiri hl. leggur til, að frv. verði samþ. með allmiklum breyt. Hv. þm. Hafnf. leggur á móti málinu, en hv. 2. þm. N.- M. skrifar undir nál. með fyrirvara.

Aðalbreytingarnar, sem gerðar eru á mjólkurlögunum, eru þrennskonar, eða þrjár. Fyrsta aðalbreyt. er sú, að ákveðin er föst regla um það, á hvern hitt samsölustjórninni sé fyrir komið. Í öllum afurðasölulögum, sem samþ. voru á síðasta þingi, er eitt meginatriði, þótt lögin fjalli um ýmsar tegundir afurða, það er, að salan á afurðunum sé að sem mestu leyti í höndum framleiðendanna sjálfra. Grundvallaratriðið í fisksölulögunum, sem síðasta þing samþ., var það, að framleiðendur sjálfir mynduðu með sér félag, sem sæi um sölu á afurðunum og hefði þau mál til meðferðar; því aðeins að þeir gætu ekki komið sér saman um að leysa þau mál, átti að grípa til einkasölu. Sama er að segja um síldarsölulögin; meginatriði þeirra var, að síldarframleiðendur færu sjálfir með þau mál. Það er að vísu svo nú með síldarsöluna, að nýskeð hefir verið ákveðið að taka upp einkasölu á síld, eftir að það hafði sent sig, að aðilar gátu ekki komið sér saman um þau mál, og sérstaklega strandaði það á mismunandi „interessum“ síldarspekulanta eða síldarsaltenda og síldarframleiðenda. Það voru sjómenn og síldarframleiðendur, sem réðu því, að þar var tekin upp einkasala. Í kjötsölulögunum er gert ráð fyrir, að framleiðendur eða félag framleiðenda hafi þau mál með höndum, og þau hafa verið framkvæmd þannig, og það gefizt vel. Í mjólkursölulögunum var líka gert ráð fyrir því, að framleiðendur taki söluna í sínar hendur, en sú breyt. varð á, að þegar þau komu til Ed., var sett inn ákvæði til bráðabirgða, að fyrst um sinn skyldi mjólkursölunefnd fara með þessi mál, en að þeim tíma loknum skyldu framleiðendur sjálfir taka þau í sínar hendur; en þetta eru tvennskonar verkefni. Annað verkefnið er það, að hafa yfirumsjón með sölunni. Það hefir verið ákveðið, að nefndin fari með þau mál, sem hættast er við, að valdi deilum, t. d. að ákveða verðjöfnunarsvæði og skiptingu verðjöfnunargjalds. Eftir okkar till. eiga þessi misklíðarefni að vera í höndum mjólkursölunefndar, en salan sjálf á, eins og upprunalega var til ætlazt, að komast í hendur framleiðendanna sjálfra. Það verður að líta svo á, að eðlilegt sé, að þeir menn, sem bera hitann og þungann af framleiðslunni, hafi þau mál með höndum sjálfir.

Ég vil leggja sérstaklega áherzlu á þetta vegna þess, að það hefir sýnt sig, að mikill meiri hl. bænda er hlynntur þeirri skipun málsins og hefir borið fram óskir um, að þeir gætu sjálfir fengið söluna í sínar hendur.

Ég skal nú skýra, í hverju till. eru fólgnar.

Í fisksölulögunum og síldarsölulögunum er það tekið fram, að sölu sé þannig hagað, að framleiðendur fari sjálfir með stjórn hennar, og er þá tekið tillit til magns þeirrar vöru, sem þeir hafa með höndum, og atkvæðafjölda, tengt saman við sölumagn og mannfjölda, og skipulagið byggt upp á þeim grundvelli. Á sama hátt leggjum við til, að hér verði hagað til. Er svo til ætlazt, að hvert bú fái einn fulltrúa fyrir hverja milljón lítra mjólkur eða brot úr milljón, sem þó er fram yfir hálfa milljón; líka á hvert bú að fá einn fulltrúa fyrir hverja hundrað framleiðendur og brot úr hundraði, sem er yfir hálft hundrað. Ennfremur er gert ráð fyrir, að félög framleiðenda innan lögsagnarumdæma verðjöfnunarsvæðisins hafi einn fulltrúa í sölustjórninni, eftir sömu reglum og settar eru um fulltrúa frá mjólkurbúunum. Á þennan hitt myndast fulltrúaráð sem grundvöllur fyrir sölustjórninni, en það kjósi svo aftur sölustjórn, og er svo til ætlazt, að hún sé skipuð þremur mönnum. Ég get ekki séð, að það sé réttlátara að byggja sölustj. upp á annan hitt en þennan, ef það er á annað borð rétt, að framleiðendur í þessari grein, eins og öðrum, fari sjálfir með sölu afurða sinna.

Ég vil leggja sérstaka áherzlu á það, að sé sölustjórn kosin á þennan hitt, þá verður að telja sennilegt, að því lengur sem starfað er eftir þessu fyrirkomulagi, því betur fari að koma í ljós þau ýmsu sameiginlegu hagsmunamál, sem búin eiga. Og þegar hugsunin fer sérstaklega að sveigjast að þeim og leita að lausn á þeim, þá er það sennilega ekki langt undan, að framkvæmdirnar fari að þróast inn á þá braut, sem liggur að því, að öll mjólkurbú, sem eru á sama verðjöfnunarsvæði, renni að lokum saman í eina heild. Í gegnum fulltrúaráðið er gert ráð fyrir, að þetta samstarf geti þróazt, og ég álít, að þetta samstarf eigi að þróast. Með þessari till. á því þannig að vera slegið föstu í l., að framleiðendur sjálfir fái stjórn sölunnar í sínar hendur. Hitt vil ég taka fram aftur, að þau mál, sem líklegt er talið, að geti valdið deilum, er ætlazt til, að séu í höndum mjólkursölunefndar og hún skeri úr, hvað réttlátt sé í hverju einstöku deiluatriði, sem kann að rísa. Þetta er sú breytingin, sem aðallega varð til þess, að við leggjum til breyt. á lögunum, en fyrst út í það var komið að leggja til, að l. væri breytt, fannst okkur rétt að gera um leið fleiri breyt., sem sjálfsagt mætti telja, að yrðu vinsælar og gætu því hjálpað til þess, að lögin næðu tilgangi sínum.

Ég skal þá geta nokkuð um aðra breytinguna, sem við leggjum til, að gerð sé á l., en hún er sú, að þær tvær n., sem samkv. núgildandi l. fara með mál mjólkursamsölunnar, séu færðar saman í eina n. Nú eru þessar n. með 12 mönnum samtals, - önnur með 7, en hin með 5 mönnum. Eins og kunnugt er, hefir hér í gegnum þessa hv. d. farið frv. um það, að kostnaður við þessar n. lendi allur á framleiðslunni sjálfri. Þess vegna teljum við sjálfsagt, þegar svo er komið, að reyna að spara kostnaðinn með því að færa n. saman, án þess þó að gera þær óstarfhæfar. Sú n. leggjum við til, að verði 5 manna n., byggð upp á svipaðan hátt og verðlagsnefndin er nú, og hún á að geta leyst þetta hlutverk af hendi á sama hitt og n. þær, sem nú hafa þessi mál til meðferðar.

Þriðja brtt. okkar er sú, að rýmkuð verð þau ákvæði í l., sem heimila sölu á vélhreinsaðri og kaldhreinsaðri mjólk. Það hafa komið kröfur frá neytendum um, að gefinn sé frjáls aðgangur að þessari mjólk, og við sjáum ekkert því til fyrirstöðu, að samsalan hafi þessa vöru á borstólum í búðum sínum, ef þess er gætt, að hún sé tekin frá þeim búum, þar sem hægt er að tryggja fullkomið heilbrigðis- og hreinlætiseftirlit með framleiðslunni. Þetta er sú hliðin, sem sérstaklega veit að neytendum, og vil ég leggja höfuðáherzluna á það, að framkvæmdir mjólkursamsölunnar séu þannig, að sem minnstur styr standi um þær; því vitanlega byggist gagnsemd hennar á því, að hún verði vinsæl meðal almennings, bæti framleiðenda og neytenda.

Ég skal svo ekki fara nánar út í þessar brtt. að sinni. Ég hefi nú nokkuð rakið, á hverju þær byggjast, og vil svo taka upp aftur með fáum orðum, hverjar þessar þrjár aðalbrtt. eru:

1. Að í lögunum sjálfum sé ákveðið, á hvern hátt sölustj. sé mynduð.

2. Að spara kostnað við þær n., sem fara með önnur mál samsölunnar, án þess þó að gildi þeirra sé rýrt.

3. Að verða við kröfum neytendanna um frjálsari aðgang að sölu kaldhreinsaðrar mjólkur. Þetta eru höfuðbreytingarnar, og hinar brtt. eru aðeins afleiðingar af þeim.

Að lokum vil ég geta þess, að það, sem ég hefi sagt um þetta mál, hefi ég sagt fyrir mína hönd og meiri hl. landbn. Mér hefir ekki tekizt að fá um þetta samvinnu við minn flokk og tala því ekki fyrir hans hönd.

Þá vil ég geta enn um eina breyt., en hún er sú, að færa niður það ákvæði í lögum, sem gerir ráð fyrir, að verðjöfnunargjald miðist við 3000 lítra ársnyt, og verði því breytt þannig, að verðjöfnunargjald miðist við 2500 lítra ársnyt. Það er ómótmælanlegt, að þeir framleiðendur eru fáir, sem hafa það góðar kýr, að þær geti sent þessa nythæð, og þó það sé til, þá mun hitt nær lagi, ef réttilega er tekið tillit til þess, að margir hafa ekki svo góðar kýr, að þær gefi yfir 2000 lítra ársnyt. Sömuleiðis er það, að þeir menn, sem selja utan samsölunnar, verða líka að borga af þeirri mjólk. Álít ég því réttast að færa takmarkið að nokkru leyti niður. Það hafa borizt fleiri brtt. við þetta mál frá nokkrum þm. Reykv., og mun ég ekki ræða þær f. h. n. fyrr en þeir hafa minnzt á þær sjálfir.