08.03.1935
Neðri deild: 23. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í C-deild Alþingistíðinda. (3850)

47. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Flm. (Bergur Jónsson):

Þetta frumv. er alveg shlj. við frumv., sem borið var fram á síðasta þingi, og stendur í beinu sambandi við það mál, sem hér var á dagskrá næst á undan (frv. um útgerðarsamvinnufélög). - Tilgangur frumv. er sá, að afla fjár, svo útgerðarsamvinnufélögin geti fengið það starfsfé, sem þeim er nauðsynlegt. Ég álít, að sú leið, sem hér er bent á, að verja árlega nokkrum hluta af fé opinberra stofnana og sjóða, sem fé hafa handbært, sé mjög skynsamleg. Ég vona, að hv. d. taki vel á þessu máli og vísi frumv. til 2. umr. og sjútvn.