01.04.1935
Efri deild: 39. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í C-deild Alþingistíðinda. (4528)

94. mál, einkaleyfi til að flytja út hrafntinnu

Forseti (EÁrna):

Mér hefir verið afhent skrifl. brtt. af hv. 2. þm. Rang., svo hljóðandi. „Við 2. gr. Á eftir „ríkissjóð“ komi: auk venjulegs útflutningsgjalds“.

Nú sé ég ekki, að hægt sé að afgr. þetta mál á þessum fundi; 2 hv. þdm. hafa þegar kvatt sér hljóðs, og það hefir líka verið óskað eftir því, að málið væri tekið út af dagskrá. Ég hafði ætlað mér að bera það undir hv. þd., hvort það skyldi gert, en þar sem hv. þdm. eiga að koma á fund í Sþ. eftir nokkrar mínútur, þá sé ég ekki ástæðu til að láta fara fram atkvgr. um þetta og tek málið af dagskrá.