17.12.1935
Neðri deild: 101. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 851 í C-deild Alþingistíðinda. (4583)

125. mál, lax- og silungsveiði

Páll Zóphóníasson:

Hv. 1. þm. Árn. vék að því, að ég hefði misskilið orðið „straumlína“. Hann sagði það að vísu, sem ég sagði, að ekki væri til í laxveiðil. nema ein straumlína. Raunar talaði hann um aðalstraumlínu, en það hugtak er hvergi útskýrt í l., og straumlína er samkv. l. aðalstraumlína. (Rödd: Það er sami munur eins og er á aðalforseta og varaforseta). Þegar áin er jafndjúp landanna á milli, þá er straumlinan í miðri ánni, en sé hún misdjúp, þá verður straumlínan þar, sem dýpið er mest. Þetta var það, sem ég vildi að kæmi greinilega fram, og held ég svo, að ég hafi ekki meira um þetta mál að segja að sinni.