21.11.1935
Efri deild: 75. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í C-deild Alþingistíðinda. (4630)

145. mál, skotvopn og skotfæri

Þorsteinn Þorsteinsson:

Við 2. umr. þess, máls minntist ég á það, að ekki lægju fyrir skýr svör frá stj. viðvíkjandi því, hvernig hún hefir hugsað sér að framkvæma þessi lög, t. d. hverskonar skilríki ætti að sýna, þegar leyfið er veitt, hver ætti að veita heimildina eða annast skrásetningu. Mér virðist allt vera í þoku um framkvæmd málsins, þegar ekki er minnzt á þetta í grg. frv., og er þó mikið komið undir framkvæmd laganna.

Ég vil segja mitt álit, að mér finnst langt gengið að þurfa að fá skilríki og sérstakt leyfi til að hafa fjárbyssu, sem segja má, að sé lögbundin á hverju sveitaheimili (eða þá helgríma). Ég hefði talið æskilegast að undanskilja þess háttar vopn í frv., og ég gerði ráð fyrir, að þetta yrði gert í allshn., en svo hefir ekki orðið.

Ég er óánægður með þetta frv., hvað ótakmarkað það er. Mér finnst koma þar fram stjórnarstefnan, að vilja hafa afskipti af öllu og verða hvekkur í hvers manns koppi.