10.10.1935
Sameinað þing: 13. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2339 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

Kæra um kjörgengi

Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Kjörbörn. tók við kæru frá miðstj. Bændafl. um hv. 2. landsk., Magnús Torfason. N. varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Minni hl. — ég og hv. 2. þm. Rang. — lögðum til og gerðum þá kröfu, að málið yrði þegar í stað tekið fyrir í n. og afgr. til þessa fundar. Till. kom fram frá meiri hl. um að fresta málinu, og með atkvgr. var hún samþ. Við erum tilbúnir, minni hl., að ræða málið nú þegar og taka ákvarðanir um það og höfum gert um það kröfu.