12.10.1935
Sameinað þing: 14. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2364 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

Kæra um kjörgengi

Magnús Guðmundsson:

Hv. frsm. meiri hl. kjörbrn. fór ekki inn á þið, sem ég sagði viðvíkjandi 133. gr. kosningalaganna. Veit ég ekki, hvernig ber að skilja það, en mér er nær að halda, að hann hafi með þögninni gengið inn á mín rök, en þar er skýrt nákvæmlega, að aðrar reglur gilda um landskjörna en kjördæmakjörna þm. Í þessari gr. er sagt, að ef kosið sé strax upp í einu kjördæmi og nýju tölurnar sýna breytta afstöðu milli flokka, þá á landsk. þm. þ. e. uppbótarþm. að víkja af þingi, jafnvel þó búið sé að samþ. kjörbréf hans. Ég fullyrði, að engin hliðstæð eða lík ákvæði eru til um kjördæmakosna þm. Þetta sýnir glöggt, að ekki gilda sömu reglur um kjördæmakosna og landskjörna þm. Þó það sé rétt hjá hv. frsm. meiri hl., að allir þm. hafi sömu réttindi meðan þeir sitja á Alþingi sjálfu, þá eru mismunandi reglur um komu þeirra inn í Alþingi og för þeirra burtu þaðan, eftir því hvort þeir eru landsk. þm. eða kjördæmakosnir. Ég held því fram, að þegar búið er að úthluta einhverjum flokki uppbótarsætum, þá á sá flokkur að halda sætum kjörtímabilið út. Ef einhver uppbótarþm. er forfallaður, er annar nýr tekinn í staðinn. Ef þetta er ekki viðurkennt, þá á að fara að setja inn nýja tegund af þm., sem enginn stafur er fyrir um, hvorki í stjskr. né kosningalögum. Við höfum það skýrt fram tekið í 133. gr. kosningalaganna, að til þess að eiga að víkja af þingi þarf landsk. þm. ekki að hafa misst neitt kjörgengisskilyrði. Annars þarf ekki að fara lengra en að benda á orð stjskr. um, að allt að 11 þingsæti eiga að vera til jöfnunar milli flokka. Verði nú hv. 2. landsk. látinn sitja áfram á þingi, verða 10 þm. þar til jöfnunar milli þingflokka, en sá 11. til ójöfnunar. En hvar er heimildin fyrir þingsetu hans? Ég staðhæfi, að hún sé ekki til.

Hv. frsm. meiri hl. sagði, að það ætti að vera sama, hvort landsk. eða kjördæmakosinn þm. skipti um flokk — eða sviki flokk, eins og hann orðaði það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni; menn geta sannarlega yfirgefið flokk sinn eða skipt um flokka án þess að um svik sé að ræða. Það eru alls ekki svik, ef þm. getur ekki fylgt flokknum lengur. Ég verð að endurtaka það, að um komu í þingið og brottför þaðan gilda allt aðrar reglur um landsk. en um kjördæmakosna þm. Stjskr. segir það sjálf, og kosningalögin segja það líka. Þar er skýrt fram tekið, að landsk. þm. verða að fylgja ákveðnum flokkum, vera með ákveðnum pólitískum lit, en slík ákvæði eru ekki til um kjördæmakosna þm. Af því að stjskrárbreytingin og kosningalögin eru tiltölulega ný, hafa menn ekki athugað þeta nóg, og þess vegna ekki gætt þess, að í rauninni er hér um nýja tegund af þm. að rata, þm., sem ekki hlíta sömu reglum og kjördæmakosnir þm. það er kannske ekki von, að menn hafi strax áttað sig á þessu, en það er undarlegt, ef menn geta ekki áttað sig á þessu nú, þegar á það er bent. Þá sagði hv. frsm. meiri hl., að stjskr. ætti að ráða, og ef kosningalögin brytu í bága við hana, ættu það að víkja. Þetta er alveg rétt. En hvað segir svo stjskr. um þessa hluti? Hún segir, að öll nánari ákvæði um kosningar skuli sett í kosningalögum, en segir skýlaust, að uppbótarþingsætin eigi að vera til jöfnunar milli flokka. Kosningalögin eru í fullu samræmi við þetta. Fyrir hvern getur þá hv. 2. landsk. verið uppbótarþm., þegar hann er farinn úr Bændafl.? Hann getur ekki verið uppbótarþm. fyrir aðra flokka, jafnvel ekki fyrir núv. stjórnarflokka. (MT: Ég hefi ekki sagt mig úr flokknum). Hvað segir hv. þm. — Í hvaða flokki er hann? MT: Ég er í Bændafl.). Þarna heyrist, að hv. þm. finnur þó, aðeins rökin fyrir framhaldandi þingsetu hans eru það, að hann sé í flokknum, að þingseturéttindi hans eru í skjóli Bandafl. En nú hefir hann ekki aðeins sagt sig úr flokknum, heldur slitið allri samvinnu við hann; það er svona langt frá því, að þessi hv. fyrrv. þm. telji sig til flokksins, að hann getur ekki hugsað sér að vinna með honum. Eftir því er hann lengra frá Bændafl. heldur en jafnaðarmenn eru frá framsókn. Þeir telja sig enn tvo fjarskylda flokka, sem þó geta starfað saman.

Hv. 6. landsk. talaði mikið um þrælahald. Hann hélt því fram, að eftir minni fyrri ræðu að dæma væru landsk. þm. þrælar, og ekkert annað. Ég vil benda honum á, að því aðeins er um þrældóm að ræða fyrir landsk. þm., að hann meti þingmennskuna meira en sannfæringu sína. Það er ekki nýtt, að pólitísk sannfæring ráði úrslitum um þingsæti, og dettur engum skynsömum manni í hug að tala um þrældóm í því sambandi.

Þá spurn hv. þm., hvað ætti að gera við Rvíkurþm., ef hann gengi úr flokki. Það á ekki að gera neitt við hann, af þeirri einföldu ástæðu, að stjskr. og kosningalög taka hvergi fram, að Rvíkurþm. skuli hafa ákveðinn vissan pólitískan lit. Ég hefi þá svarað því, sem fram hefir komið síðan ég flutti fyrri ræðu mína, og læt staðar numið.