15.02.1935
Efri deild: 2. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (694)

8. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Fyrir þessu máli þarf ég ekki langa framsögu nú. Fyrir því er gerð grein í grg frv. Það er farið fram á, að lánsheimild þessi komi fyrst og fremst í stað lánsheimildar þeirrar, sem felst í lögum nr. 19 frá 9. jan. þ. á. En um leið er farið fram á að hækka lántökuheimildina allverulega. Ástæðan fyrir hækkuninni er fyrst og fremst sú, að Útvegsbankinn er ekki talinn geta greitt upp lán að upphæð 150 þús. sterlingspund, sem hann skuldar við Hambrosbanka í London og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir. Láni þessu hefir nú verið sagt upp, og það er talið óumflýjanlegt fyrir bankann annað en greiða það upp. Nú hefði þó ekki þurft að hækka lánsheimildina upp í 11 millj. og 750 þús. kr. vegna þessara hluta einna, en stj. vill nota tækifærið og fá hlut af þessu láni til þeirra hluta, sem ræðir um í lögum um fiskimálanefnd o. fl., sem afgr. voru frá síðasta þingi.

Ég skal taka það sérstaklega fram, að stj. lítur svo á, að hún megi ekki nota lántökuheimildina í fiskimálanefndarl. nema að því leyti, sem hún er hærri en það, sem kynni að fást til þeirra afnota samkv. þessari heimild. En það er ekki hægt um það að segja, hversu mikið af lántökuheimildinni í fiskmálanefndarl. þyrfti að nota, þar sem ekki er vita, hversu mikil afföllin verða af þessu láni, ef það fast, en það má gera ráð fyrir, að það yrði þó ekki minna afgangs en 30000 sterlingspund, eða 660 þús. kr., sem afgangs verður af láninu, ef afföllin yrðu ekki mjög mikil. Ef sú áætlun stæðist, þá yrði það um 660 þús. kr. minna, sem notað yrði af lántökuheimildinni í fiskimálanefndarlögunum.

Þessu máli er hraðað svo mjög vegna þess, að nú standa yfir umleitanir um lántöku, og ná búast við innan lítils tíma, ef til vill á hverri stundu, vitneskju um það, hvort lán fæst eða ekki, og það er vitanlega mjög mikið undir því komið að hafa fullkomna heimild til lántökunnar, ef það sýnir sig, að hægt vari að fá lán með sæmilegum kjörum. Þess vegna fór ég þess á leit við Nd. og fer þess nú á leit við þessa d., að þessu máli verði nú veitt þau afbrigði, sem þarf til að afgr. málið nú þegar, svo n. stj. fái heimild, ef tækifæri býðst, til að koma þessari lántöku í kring.