14.10.1935
Sameinað þing: 15. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2389 í B-deild Alþingistíðinda. (77)

Kæra um kjörgengi

Sigurður Einarsson:

Ég ætla ekki að blanda mér í umr. eða ræða þær till., sem fyrir liggja, en aðeins taka fram, að það hefir ekkert nýtt komið fram, sem breyti skoðun minni um, að engin lög heimili að víkja hv. 2. landsk. af þingi. Hv. þm. S—Þ. kom í ræðu sinni áðan með snjalla líkingu, en til þess að hún ætti fullkomlega við Bændafl. vantaði það, sem helzt þurfti að lýsa, — hvernig umhorfs væri þar í djúpinu:

Þar moraði svarthrúguð sækinda fjöld

í samfelldri skríðandi kös: Klappfiskur, gaddskata,

grálega köld, og gríðarstór hræfiskur svam þar í ös,

með gnístandi sagtennur, gneypur og argur

hinn gráðugi hár, sem er bárudjúps vargur.

Vona ég, að hv. þm. S.-Þ. þekki hvern, sem þessi lýsing á við, og gefi upplýsingar þar um, ef með þarf. En vitanlega á lýsingin við Bændafl. og það ástand, sem þar ríkir.