14.10.1935
Sameinað þing: 15. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2402 í B-deild Alþingistíðinda. (84)

Kæra um kjörgengi

Forseti (JBald):

Þó að það hafi ekki beinlínis verið dregið í efa, að hv. þm. V.-Ísf. (Á.Á.) veiti núv. stjórnarflokkum stuðning sinn samkv. þar um gerðu samkomulagi, sem birt hefir verið opinberlega, þá vil ég út af ummælum, sem fallið hafa í þingræðum, geta þess, að áður en hv. þm. V-Ísf. lagði af stað í vesturheimsför sína átti hann tal um þetta við mig og bað mig um að geta þess opinberlega, ef með þyrfti, að afstaða hans um þetta sé óbreytt, og kvaðst hann mundu staðfesta þetta í bréfi til forseta Sþ. Hefi ég og móttekið bréf frá honum og segir þar:

„Ef talið er, að ég hafi „stungið af“ frá samstarfinu, þá nægir að skila því frá mér opinberlega, ef með þarf, að slíkt sé tilhæfulaust og allt standi óbreytt“. - Þessi skilaboð flyt ég hér með.